• Shuffle
    Toggle On
    Toggle Off
  • Alphabetize
    Toggle On
    Toggle Off
  • Front First
    Toggle On
    Toggle Off
  • Both Sides
    Toggle On
    Toggle Off
  • Read
    Toggle On
    Toggle Off
Reading...
Front

Card Range To Study

through

image

Play button

image

Play button

image

Progress

1/26

Click to flip

Use LEFT and RIGHT arrow keys to navigate between flashcards;

Use UP and DOWN arrow keys to flip the card;

H to show hint;

A reads text to speech;

26 Cards in this Set

  • Front
  • Back

Á 19.öld urðu breytingar í Ameríku og Evrópu, hvaða?

Meiri matur, færri dauðsföll vegna aukins hreinlætis, borgarflutningar og fólk varð efnaðra vegna iðnaðar

Byltingin á 19.öld

Mikil bylting, Napóleon tekur svo völdin og þá breyttist tónninn aðeins en hann gerði þá kröfu að sá hæfasti ætti að vera ráðinn í starfið en ekki endilega ættarmeðlimur, breytingar á frönsku löggjöfinni og þess háttar. Lífeðlisfræðin tekur framförum, rómantík stefna um að maðurinn og dýrin hafi lífsanda, mikið framfaraskeið í Evrópu, fólkfjöldinn fer úr 205 milljónir og í 414 milljónir

Auguste Comte 1798

Auguste Comte 1798

Skrifaði vísindaheimspekilegar ritgerðir og lýsti þróun vísinda. Var pósitívisi (kynnti hugtakið) til að lýsa því að æðsta form þekkingar væri þekking á fylgni á milli breyta.

Stigin hans Comte 3


Lögmálið um 3 stigin (law of three stages) er hugtak frá Comte og samkvæmt þessari kenningu fara samfélög í gegnum 3 stig hugræns þroska og þau tákna mismunandi grundvallarviðhorf á útskýringu náttúrulegra atburða.
Guðfræðilega stigið (theological) þar sem náttúrulegir atburðir eru útskýrðir út frá manngerðum öflum. Guðir grípa inn gang náttúrunnar og mannlífs.
Frumspeki stigið (metaphysical) meira hugsað um krafta í náttúrinni og ekki hugsað um guði.
Pósitífa stigið/vísindalega (positive) vísindi snúast um tengsl fyrirbæra (description of observable correlation)

Staða Sálfræðinnar skv Comte

Sálfræði er einskis virði því innskoðun er einskis virði, það er ekkert sem heitir Sálfræði, þetta er bara blekking

Ernst Mach 1838

Fyrirbæri og tengsl þeirra; vísindi eiga bara að fjalla um tengsl milli fyrirbæra.


Vísindin eiga bara að fjalla um skynjanir þar sem það er það eina sem við höfum (hann var hume-isti og Berkley-isti)

Tengslahyggjan í Bretlandi

Hófst með Hume og Hartley i byrjun 18.aldar Og var svo þróuð frekar af James Mill, John Stuart Mill, Alexender Bain og Herbert Spencer

James Mill 1773

Var nytjahyggjumaður hvað varðar ríkisstjórn, réttarheimspeki og menntun. Skrifaði bók þar sem hann lagði áherslu á tíðni, skiptir máli fyrir hugtengsl hversu oft þau eru pöruð saman - síendurtekið
áreiti eins og orðið mamma - sterkari tengingar því oftar sem þær koma

John Stuart Mill 1806
Töff hár Krusty klown

John Stuart Mill 1806


Töff hár Krusty klown

Aðferðafræði, hugræn efnafræði og ómeðvitað hugarstarf

Aðferðafræði Mills

Fjallar um þetta á kerfisbundinn hátt
Tilraunahópur og samanburðarhópur (þetta kemur fram á kerfisbundinn hátt hjá honum)
Method of agreement
Ef X þá Y - Ef eitthvað er til staðar þá gerist eitthvað annað
Method of differences
Ef ekki X þá ekki Y
Method of concomitant variation
Eftir því sem við aukum styrk inngrips þá eykst styrkur effects
Grunnur að fylgnihugtakinu en það verður samt ekki til fyrr en í lok 19. aldarinnar

Hugræn efnafræði Mills

Getum ekki alltaf fundið frumhugmyndirnar, ekki hægt að splitta þeim í frumefni, frumhugmyndir sem tengjast í flóknar hugmyndir eru ekki alltaf samskiljanlegar.


Ómeðvitað hugarstarf Mills; var með merkilegar hugmyndir um dýptarskynjun sem Helmholtz tekur svo upp.

Alexander Bain

Var raunhyggjumaður, Fyrstu kennslubækur í sálfræði, tengir saman lífeðlisfræði og sálfræði
Spencer bain reglan; hegðunarmynstur sem leiðir að sér ánægðu líklegri til að endurtaka sig aftur

Höfuðlagsfræðin? hver var með hana?

Höfuðlagsfræði (phrenology) er kenning sem Franz Joseph Gall kom með en samkvæmt henni þá fer eftir hversu þróaðir sálfræðilegir hæfileikar eru eftir stærðinni á því svæði heilans sem þeir eru staðsettir á, og sést það á útskotum og skörðum á höfuðkúpunni.
Felur það í sér að sálarlífið sé gert úr mismunandi hæfileikum – að það megi deildarskipuleggja sálarlífið í svokölluð “faculties”
Faculties er annað nafn á háskóladeildum þannig það er fínt að kalla þetta deildarskipulag
Erum með einhvers konar faculties hugmyndir þegar við segjum að minni sé eitt og skynjun sé annað. Gall reyndi að kortleggja virkni heilans með því að sýna fram á fylgni milli birtingarmynd hegðunar ákveðins sálfræðilegs hæfileika og útskota og skarða á höfuðkúpunni


Meira um Gall

Kenning hans var sú að eftir því sem ákveðin deild er þroskaðri því meiri heilavef þarf viðkomandi deild og það lýsir sér þannig að lítil kúla kemur þar sem viðkomandi deild býr undir
Hægt er að þukla á höfuðlaginu til persónugreina fólk. Þarna kemur mannamunur sem lýsir sér í mismunandi höfuðlagi. Mikill munur á einstaklingum og munurinn felst i mismunandi þroska ólíkra heilasvæði. Eyðingardeildin er rétt fyrir ofan eyrun og hver voru rök hans fyrir þeim?
• Hjá kjötætum er það svæði sérstaklega stórt
• Skólabróðir hans sem hafði sérstaka unun á því að pína dýr hafði svona kúlu fyrir ofan eyrun
• Vissi að manni sem var lyfsali en gerðist síðar böðull og var líka með svona kúlu
• Ergo eyðingardeildin í persónu þessa manns
• 27 stykki af þessu – 19 hjá dýrum líka sérstök fyrir manninn var viska, ástríður og skopskyn. Spursheim tók svo við af honum


Höfuðlagsfræðin var mikill iðnaður, var eins og eins konar persónuleikapróf.

Hagnýt höfuðlagsfræði

Var sérstaklega vinsælt í Ameríku, höfuðlagsfræðingar tóku við fólki og gáfu þeim ráð varðandi barnauppeldi og slíkt. Amerísku fóru fram úr Hall með því að halda því fram að þetta væri sveigjanlegt en Gall hélt því fram að þetta væri líffræðilega fyrirfram ákveðnir.

Flourenz

Gagnrýndi fyrstur manna höfuðlagsfræðina! Allt sem Gall sagði var ónákvæmt. Var með ablation þar sem taugavefur er fjarlægður úr lifandi dýrum til að ákvarða virkni þess hluta sem fjarlægður var. Hann fullkomnaði aðferðina þó hann hafi ekki verið fyrstur til að nota hana. Hann fann hvaða virkni litli heili þjónaði og mænukylfan. Heilinn vann sem ein heild og ver hlutverkaskiptur.


• Við getum sagt að Gall hafi haft réttu hugmyndina um staðsetningu þarna en hins vegar ómögulega aðferðafræði að þukla á höfuðkúpunni
• Flourens hafði góða aðferðafræði (skera burtu parta sem er standard aðferð – var mikið notuð- ekki lengur því við erum með skönnunartæki) en hann var með vitlausa hugmynd
o Ástæðan var kannski su að Floourens trúði dáldið á hugmyndir Decartes um ódeilanleika sálarinnar


Bell Magendie lögmálið

Aðgreining skyn og hreyfitauga í mænunni.

Viðbragðsboginn

Viðbragðsboginn (reflex arc) – lykilatriði í lífeðslilegri sálfræði
Decartes var með hugmyndir um viðbragðsbogann sem hann lýsti mjög vel en ekkert konkret svo sem
Bell-Magendie 1811-1822
Í byrjun 19..aldar var gerður greinarmunur á skyn-og hreyfitaugum
Skyntaugungar baklægt og hreyfitaugungar kviðlægt
Og þar með er maður komin með það sem þarf í viðbragðsbogann – ein skyntaug sem flytur boð inn og eina hreyfitaug sem flytur boð út og svo einhverja stöð þar á milli – lágmarksviðbragðsbogi
Svo koma Fritsch og Hitzig með flóknari viðbragðsboga
Þar með kemur lífeðlisleg skýring á honum


Broca

o Oft sagður vera sá fyrsti til að bera kennsl á sértæka taugastaðsetningu í tengslum við ákveðna sálræna virkni
o Broca svæðið er efra svæði vinstra ennisblað í heilaberkinum þar sem Broca kom auga á staðsetningu skýrmælts tungumáls (location of the faculty of articulate language)
• Gall var sá fyrsti til að koma með fulla lýsingu á málstoli vegna sárs á heilanum
o Broca hélt því fram (út frá krufningum) að hann hafði einangrað sjálfstæða stöð tungumáls, sem hægt væri að eyða án þess að skaða önnur vitsmunaleg svæði eins og t.d. minni eða greind
• Með þessu hrakti hann staðhæfingar Flourense að heilabörkurinn starfaði sem ein heild
o Broca hélt fram þeirri hefðbundnu aðgreiningu milli hærri vitsmunalegrar virkni – tengt heilaberkinu – og neðri skyn-hreyfi virkni – tengt neðri heila og mænu


Fritsch og Hitzig

Gerðu rannsóknir á hundum, heilabörkurinn er örvanlegur, hægt að gefa rafstraum, fundu heilabörkinn, settu rafskaut þar
og þá skaust löppin til. Útfærðu svo þessa hugmynd með viðbragðsbogann. Þeir sýndu fram á með mörgum rannsóknum að heilabörkur svarar við raförvun og að eitt svæði barkarins ber ábyrgð á vöðvasamdrætti
Tilraunarannsóknir á berkinum leiddu til kennsla á staðbundnum svæðum fyrir mismunandi hreyfingar og skynmiðstöðum fyrir sjón, heyrn, snertingu og aðra skynhátta (sensory modalities)
Leiddi til framfara í skurðaðgerðum á ákveðnum svæðum til að taka æxli


Evrópskir háskólar

Voru kennd þessi klassísku fög; lögfræði, læknisfræði og guðfræði. Í París Guðfræði. Í Ítalíu læknisfræði. Verður mikil breyting þegar háskólinn í Berlín er stofnaður árið 1810 (Wilhelm Humboldt), lagt áherslu á akademískt frelsi. Síðar voru stofnaðar rannsóknastofur, í sálfræði og lífeðlisfræði t.d.

Johannes Muller

o Johannes Müller (1801-1858)
• Prófessor í Berlín og leiðandi höfundur í lífeðlisfræði sem er fyndið þvi hann trúði mikið á lífsandann sem byggi í taugavefnum
Lífsandinn
• Lífeðlisfræðin næði ákveðið langt og svo væri einhver lífsandinn þar
• Sagði að það þýdd iekkert að mæla hraða taugaboða því hann getur verið endalaus – á ljóshraða


Var með hugmyndina um sértæka taugaorku og skilningarvitin 5


Efnishyggjuskráin

Berlin physical society er félag sem var stofnað árið 1845 af nemendum Müller (þ.e. Brücke, du Bois-Reymond, Ludwig og Helmholtz) sem voru andstæðir lífshyggjunni, þeir sóru eið að þeir myndu aldrei nota neitt annað en lífeðlisfræðilegar, eðlisfræðilegar og efnafræðilegar útskýringar (hugmyndinn um lífsandann dó í framhaldi af þessu og efnishyggjan tröllreið öllu)

Taugungakenningin

taugungakennignin (neuron doctrine)
undir lok 19 aldar og byrjun 20 þá verður nokkur n vegin staðfest að taugafruman sé grunneining í byggingu taugakerfisins.
santiago ramon y cajal leiddi það fyrst í ljós
átti í miklum deilum við Golgi sem leit svo á að taugakerfið væri samhangandi eins og einhvers konar net eða vefur
camillo golgi
golgi bjó til tækin handa Cajal sem gerði honum kleift að skoða taugungakerfið og það var með litarefni. Hann sá að það var bil milli taugafrumnanna.
fengu báðir nóbelinn svo golgi lagði Cajal til verkfærin
báðir höfðu eitthvað til síns máls þegar litið er til nútímans
Ivan Sechenov
Síðan er útbreidd sú skoðunað taugakerfið sé æsingavefur- hægt að örva allt
Sechenov sýnir fram á að hægt sé að kalla fram hömlun í taugakerfinu
Hömlun (inhibition)
Með því að erta sumar taugafrumur er hægt að draga úr virkni


Hermann Helmholtz

Skynjun
- Hermann von Helmholtz 1821-1894
o Hraði taugaboða
• Var fyrstu til þess og komst að því að þau eru frekar hæggeng – ekki á ljóshraða alla vega
• 10 sinnum hraðari en spretthlaupari ca
• mældi það bæði í froskum og mönnum þannig að það var merkilegt framtak
• Í framhaldi af mælingu Helmholtz á taugaboðum koma rannsóknir Donders
o Sjón
• Frægur fyrir það
• Augnsjáin er fra Helmholtz – grunnhugmyndin
• Standard verkfæri augnlækna í dag
• Menntaður læknir en fékkst við rannsóknir mest alla ævina
• Festir í sessi að það séu 3 mismunandi nemar í auganu sem eru næmir á liti
o Heyrn
• Hann skrifaði mikil yfirlitsverk um sjón og heyrn
• Mikill brautryðjandi
• Flinkur eðlisfræðingur líka sem kom sér vel
• Þekktasta kenning hans um heyrn er samhljómunarkenningin – grunnhimnan í kuðungnum er misbreið og lagði fram að við getum hugsað hana sem flygil; þannig að strengirnir eru mislangir með mismunandi eigintíðni og alveg eins er það í grunnhimnunni sem hefur mismunandi eigintíðni á mismunandi tíðni og þannig förum við að því að greina tíðni tóna
• Bekesy breytti svo skilningum
• Samhljómurinn verður í svona 2 sæti
o Ómeðvitaðar ályktanir
• Skynkerfið tekur tillit til lýsingarinnar (ljóssins) og skynkerfið hegðar ser eins og það sé einhver rökhugsun í gangi
• Öll túlkunin er hins vegar ómeðvituð þannig það er svona hugmynd sem hann notaði til a skýra ýmislegt í skynjun og er enn gegnumgangandi i skynjunarfræðum
o Hin klassíska hefð í skynjunarsálfræði
• Upphafsmaður klassísku hefðarinnar í skynjunarsálfræði sem er enn við í dag
• Skynjunarsálfræði með túlkunarívafi
o Notum eðlisfræðina eins langt og við komumst með hana til að skýra skynjun
o Þegar eðlisfræðin hættir að duga til förum við í lífeðlisfræðina og þegar það hættir að meika sens þá er farið í sálfræðilegar skýringar (þó hann hafi ekki kallað það sálfræði)


Quetelet, Weber og Fechner

- Adolphe Quetelet (1796-1874) (bls.268)
o Upphafsmaður að tölfræði – hinnar praktísku tölfræði
o L’homme moyen (meðalmaðurinn)
• Hann varð sér út um alls kyns tölur frá skráningarstöðum hermanna – þeir voru mældir bak og fyrir – bjó til töflur um niðurstöðurnar
• Þegar hann skoðaði töflurnar komu alls staðar út normaldreifing á t.d. brjóstastærð skoskra hermanna
• Töflur af sjálfsvígum í París
• Normalkúrfan var þekkt en mælingafræðin sem við þekkjum í dag á uppruna sinn í stjörnufræði og Quetelet var stjörnufræðingur
• Menn komust að þvi að þegar 2 menn voru að mæla stjörnur var alltaf einhver munur
• Kom alltaf einhver normaldreifing á villumælingum– út komu hugmyndir um villulögmálið
o Tölfræðin
• Hjá honum liggur grunnurinn að tölfræðinni
- Hugtakið skynþröskuldur
o Sáleðlisfræðin verður til hjá Weber og Fechner
- Ernst Weber (1795-1878)
o Fann mismunarþröskuldinn
• 2 lóð í hendi; 100 gr og þurfti að vera ca. 103 gr til að maður finni muninn
o fann tvípunktaþröskuldinn
- Fechner (1801-1887)
o Aðferðir sáleðlisfræðinnar sem eru enn notaðar í dag með smá tilfærslum og setti fram ákveðnar kenningar í kringum það
o Hélt að hann hafi fundið huglæga mælistiku og þar með afsannað Kant sem sagði að ekki væri hægt að bregða mælistiku á hugann – mælistiku á skynjun
o Notaði vitundarmunina sem weber hafði fundið og taldi þá bara
• Veikasta ljósið sem maður sér hefur ákveðinn styrk og við sjáum það hér og svo finnur maður JND og hér sjáum við að ljósið er orðið aðeins sterkara og svo höldum við áfram og fáum graf út úr því
• Fékk frægu formúluna sína út úr því
• Segir að þetta sé allt sama einingin – jafnt bil á milli og þannig er hann komin með huglæga mælistiku
• Eru samt cm eins í huganum með mælistiku Fechners? Neee efast um það
o Það sem kom út úr fræðum hans var ekkert samkvæmt William James en það var ekki rétt
• James hafði enga þolinmæði gagnvart vísindalegum tilraunum